mysteryshopper walking away

Mystery Shopping

Þróun

Þjálfun

Gangsetning

Saman förum við yfir almenna hegðun viðskiptavina þinna og gerum skýra mynd af því hver eru markmið og gildi fyrirtækisins. Við ákveðum verklag, mælikvarða og vægi einstakra þátta.

Kynning

Við aðlögum og setum upp rafrænt heimasvæði fyrir fyrirtækið og framkvæmum formælingar til að finna út upphafsgildi. Við byrjun verkefnis eru allir starfsmenn sem koma að verkefninu upplýstir um verkefni, hvaða spurningar og vægi þeirra eru í mælikvörðunum, ásamt því að kynna niðurstöður úr formælingum, og hvað þurfi að bæta til að ná markmiðum fyrirtækisins.  

Vettvangsvinna

Við yfirförum allar skýrslur til að tryggja að allir mælikvarðar séu rétt metnir og rétt framkvæmdir. Þegar verkefnið er komið í gang fá stjórnendur aðgang að skýrslunum í gegnum okkar stafræna miðil sem auðveldar þeim ákvörðunartöku að frekari umbótum í fyrirtækinu. 

Þróun

Verkefni í notkun verður verðmætara þar sem stöðug uppfærsla og endurskoðun er í gangi. Mælingarnar eru verkfæri til að fylgja eftir árangri, þjónustuupplifun viðskiptavina og tækifæri fyrir bætta sölutækni.