Mystery shopping

Mystery shopping þýðir að nafnlausum einstaklingi er leiðbeint og starfar sem viðskiptavinur
að segja síðan frá reynslu á ítarlegan og hlutlægan hátt.


Við mælum og metum fyrirtæki og þjónustu þess út frá sjónarhóli viðskiptavinarins. Verklagið skýrist af því að ónafngreindur einstaklingur er látin haga sér eins og um venjulegan viðskiptavin færi að ræða, og skila inn hlutlægri skýrslu um upplifun sína. Með þessum hætti nærðu í upplýsingar sem sýna þér hvernig fyrirtækið getur betur uppfyllt þjónustumarkmið, viðskiptavild og sölu og hámarkað upplifun viðskiptavinar.

close-up-photo-of-mystery shopper in-black-coat-using-smartphone 1024 px

Tilgangur

Tilgangur verkefnisins er að koma auga á svæði og tækifæri til þróa til betri vegar, bæta sölu, fá fleiri ánægða viðskiptavini og auka áhuga og ánægju starfsmanna. Við yfirförum allar skýrslur til að tryggja mælikvarðar og vægi séu rétt svo þú hafir rétta verkfærið við höndina við gæða- og þróunarvinnu innan fyrirtækisins.

Hvað er hægt að mæla?

Mystery shopping nýtist öllum iðnaði og með yfir 25 ára reynslu getum við klæðskerasniðið verkefni að hinum ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Okkar stafræni miðill skilar af sér auðlesnum skýrslum sem auðveldar þér að lesa úr þeim og sjá tækifæri fyrir auka sölu og bættri þjónustu.

mystery shopper using silver laptop
mystery shopping visit performed at car dealer

Af hverju að mæla?

Mystery shopper er aðferð sem sýnir á hlutlægan hátt upplifun viðskiptavinar og sölutækni, auk viðskiptavildar frá sjónarhóli viðskiptarvinarins. Með stöðugum og markvissum mælingum er hægt að bæta bilið á milli þess sem er í raun og þeirra markmiða sem fyrirtækið hefur sett sér.

Ferlið

1

Saman förum við yfir almenna hegðun viðskiptavina þinna og gerum skýra mynd af því hver eru markmið og gildi fyrirtækisins. Við ákveðum verklag, mælikvarða og vægi einstakra þátta.

2

Við aðlögum og setum upp rafrænt heimasvæði fyrir fyrirtækið og framkvæmum formælingar til að finna út upphafsgildi. Við byrjun verkefnis eru allir starfsmenn sem koma að verkefninu upplýstir um verkefni, hvaða spurningar og vægi þeirra eru í mælikvörðunum, ásamt því að kynna niðurstöður úr formælingum, og hvað þurfi að bæta til að ná markmiðum fyrirtækisins.  

3

Við yfirförum allar skýrslur til að tryggja að allir mælikvarðar séu rétt metnir og rétt framkvæmdir. Þegar verkefnið er komið í gang fá stjórnendur aðgang að skýrslunum í gegnum okkar stafræna miðil sem auðveldar þeim ákvörðunartöku að frekari umbótum í fyrirtækinu. 

4

Verkefni í notkun verður verðmætara þar sem stöðug uppfærsla og endurskoðun er í gangi. Mælingarnar eru verkfæri til að fylgja eftir árangri, þjónustuupplifun viðskiptavina og tækifæri fyrir bætta sölutækni.