Samkeppnimælingar

Að tryggja góða upplifun viðskiptavina er einn mikilvægasti þátturinn fyrir fyrirtæki til að geta byggt upp og viðhaldið viðskiptavinahópi sínum. Að framkvæma viðmiðunargreiningu með hugmyndafræði Mystery Shopping er áhrifarík leið til að bera saman upplifun viðskiptavina við samkeppnisaðila.

konkurrentmätning i butik

Hvernig stendurðu þig í samkeppninni?


Samanburðurinn hjálpar þér að:

  • Sjá nýjar strauma og nýjungar í greininni svo þú getir lagað þig að breytingum.
  • Greina þau svæði viðskiptavinaupplifunar þar sem þú getur bætt þig, til dæmis í vörugæðum, afhendingartíma, þjónustuvera og skilastefnu.
  • Fá innsýn í stöðu þína á markaði, greina hugsanlegar ógnir og tækifæri til að laga stefnu þína.
  • Að greina það hvar þú skarar framúr

Við setjum saman lista yfir það sem þú vilt láta skoða hjá samkeppnisaðila til samanburðar við þitt fyrirtæki. Gildir einu um það hvort um sé að ræða vörur, verðlag eða þjónustu. Við aðlögum verkefnið að þínum þörfum.

Saman veljum við þær staðsetningar og einingar sem á að heimsækja, bæði hjá þér og samkeppnisaðila. Þegar það liggur fyrir sendum við fólk í verkefnin sem hentar best m.v. þá þjónustu eða vörur sem þú býður upp á.

Að heimsóknum loknum förum við yfir allar skýrslur til að tryggja gæði þeirra. Við gefum þær síðan út og þær verða þér aðgengilegar á vefformi þar sem einnig má hlaða þeim niður í skýrsluformi.