Press for information in English

Vertu partur af okkar frábæra teymi af Shopperum um land allt!

Hvernig virkar þetta?

UNDIRBÚNINGUR

Hvert verkefni kemur með skýrum leiðbeiningum til undirbúnings

VERKEFNI

Þú ferð í heimsóknina á ákveðnum tíma og fylgir ákveðnum fyrirmælum

SKIL Á SKÝRSLU

Þú svarar spurningum á þínum síðum eða í Appinu og skilar skýrslu.

Ferlið

Til þess að gerast shopper og byrja að taka verkefni eru skrefin þessi.

Byrjaðu á því að fylla út prófílinn þinn í BeOnline með réttum upplýsingum. Tilgangurinn með því að við viljum að þú fyllir út prófílinn er að við getum þá betur mátað þig við ákveðin verkefni og heimsóknir. Við viljum vita eitthvað um fyrri og núverandi störf þín til að forðast að setja þig í verkefni hjá fyrri vinnuveitanda eða samkeppnisaðila núverandi vinnuveitanda. Til þess að þú fáir greitt þarftu að hafa réttar og uppfærðar upplýsingar undir flipanum „Greiðslur“. Eftir að þetta hefur verið gert getur þú farið að sækja um verkefni.

mystery shopper förbereder sig

Þegar þér hefur verið úthlutað verkefni viljum við að þú staðfestir verkefnið sem þú fékkst og lesir vel í gegnum leiðbeiningarnar og spurningalistann til að skilja hvað þú munt gera og hvað þú munt skoða meðan á heimsókninni stendur. Oft viljum við líka að þú takir þátt í samtali símleiðis með viðkomandi verkefnisstjóra áður en haldið er á stað.

mystery shopper genomför uppdrag

Heimsóknir

Nú er kominn tími á verkefni! Það getur þýtt að þú heimsækir eitthvað fyrirtæki, til dæmis búð eða veitingastað. Það geta líka verið annarskonar verkefni sem fela í sér símtal, að senda tölvupóst eða ferðast. . Það er mjög mikilvægt að þú framkvæmir og tilkynnir verkefni þín á réttum tíma. Þegar þú ferð í heimsókn er mikilvægt að þú fylgist vel með öllu sem þú hefur verið beðinn um að skoða. Fylgdu verkefninu vel eftir og gættu þess að láta ekki koma upp þig og hvað þú ert að gera.

Þú tilkynnir heimsókn þína með því að svara spurningunum í spurningalistanum annað hvort í appinu okkar eða á netinu. Skýrsluskil eru venjulega eigi síðar en 24 tímum eftir heimsókn en það getur verið mismunandi. Hvað á við kemur fram í leiðbeiningum sem liggja fyrir um hvert verkefni og lýsa því hvernig staðið skuli að verkefninu. Athugasemdir þínar verða lesnar af öllum starfsmönnum fyrirtækisins, bæði starfsmönnum og stjórnendum. Hugsaðu því um hvernig þú tjáir þig og vertu skýr í lýsingu þinni á því sem þú sást og upplifðir.